Einfalt og gott spagettí með tofu „hakki“

31 Jan 2022

Þessi uppskrift er einföld, nokkuð fljótleg, bíður upp á það að nota bara „það sem er til í skápnum“ ef letin herjar á og inniheldur fullt af próteini og trefjum, og ekki skemmir bragðið fyrir!

 
Innihaldsefni:
 • ½ pakki Biona heilhveiti Spagettí 
 • ½-1 flaska Biona basil passata
 • 1 krukka Biona tofu
 • Grænmeti að eigin vali, ef vill! Ég notaði frosið lífrænt spínat. (Nokkrar tillögur að grænmeti sem passar við: sveppir, spínat, brokkolí, gulrætur, baunir)
 • Krydd + hvítlaukur ef vill!  Ég notaði himalaya salt, svartan pipar, ítalska kryddblöndu og hvítlaukskrydd
 • Næringarger til að toppa með (svoldið eins og parmesan!)
 • Smá góð ólífuolía (ef vill)
 
Aðferð:
 1. Byrjaðu á að sjóða pasta í potti með heitu vatni og smá himalaya salti. Pastað tekur lengstan tíma svo það er gott að koma því í gang áður en nokkuð annað er gert.
 2. Þá er að brjóta tofu kubb niður í “hakk” með gafli. 
 3. Því næst steikir þú tofu upp úr svolítið af olíu á miðlungs hita (ég miða við svona 6/10) þar til það byrjar að taka smá lit og þorna, þá er gott að bæta við grænmeti ef vill (ég notaði frosið grænmeti svo ég lækkaði hitann örlítið og lengdi steikingartímann á móti)
 4. Þegar grænmeti og tofu er farið að mýkjast og blandast sællega saman er gott að bæta smá kryddi við (þetta skref er valkvætt, það er krydd í sósunni, en ég er svolítil more is more týpa þegar kemur að kryddun) - og svo bara halda áfram að krukka í pönnunni og leyfa brögðunum að blandast, lækka undir spagettíinu sem er líklega orðið næstum alveg tilbúið á þessum tímapunkti og leyfi því að malla rólega með á lágum hita svo það kólni ekki.
 5. Þegar tofuið (og grænmetið) er orðið brúnað og fallegt er kominn tími á sósuna. Það fer algerlega eftir dögum hvort ég vil nóg af sósu yfir allt eða reyni að ná að halda pasta og sósu nokkuð aðskildu - í dag valdi ég að nota alla flöskuna. 
 6. Þegar sósan er komin á er gott að leyfa blöndunni enn og aftur, að malla aðeins. Ég vil sjá svolítið af vökva að gufa upp og blönduna þykkjast.
 7. Mér finnst næs að setja góða ólífuolíu út á pastað og hræra saman, en ég blanda vanalega ekki sósunni og pastanu saman, sósan með gotteríinu fer bara ofan á pastafjallið eins og ljúffeng tofu húfa og þá getur fólk stjórnað hlutföllunum sínum sjálft.
 8. Þá er ekkert eftir nema að toppa með ljúffengu næringargeri, bera fram og njóta! 
 
 
Höfundur: Sunna Ben, Reykjavegan