Fróðleikur

Sú þekktasta kemur frá Kóreu og gefur mikinn kraft og orku. Kóreu ginseng er þó fyrst og fremst frábært fyrir karlmenn. Konur eiga það til að þola það illa og upplifa svefnleysi, eyrðarleysi og fleiri einkenni.

Fram kemur á netmiðlinum www.hringbraut.is að ein mikilvægasta fæðutegundin eru trefjar sem eru þeir plöntuhlutar sem finnast einkum og sér í lagi í ystu lögum róta, fræja og ávaxta. Í næringarfræðinni eru trefjar taldar með kolvetnum og sagðar gríðarlega mikilvægar fyrir heilbrigða líkamsstarfsemi, einkanlega þarmaflóruna og alla meltingarstarfsemi.

Hampfræ og afurðir úr þeim hafa farið sem eldur í sinu um heilsuheiminn að undanförnu. Rétt er að taka fram að þó svo að hampfræið komi af plöntu sem er sömu ættar og kannabisplantan, inniheldur hampfræið ekki hið virka THC efni kannabisplöntunnar og er því án allrar vímuvirkni. Hins vegar er hampfræ, ásamt afurðum úr þeim svo sem hampolía og fleira, með einstaka heilsufarslega eiginleika sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara.

Chlorella er grænþörungur sem vex í ferskvatni og er óhemju vítamín og steinefnaríkur. Þörungurinn inniheldur til dæmis mikið af B12 vítamíni, en það er einmitt nokkuð algengt að líkamann vanti þetta nauðsynlega vítamín.

Fjölmargar tegundir eru til að baunum og linsubaunum.  Gott er að vita hvernig á að meðhöndla baunirnar og sumar þarf að leggja í bleyti nokkrum klukkustundum áður en þær eru soðnar.  Í hvaða rétti getum við notað ýmsar tegundir bauna? Hér eru góðar upplýsingar um meðhöndlun bauna.  

Astaxanthin & Blackcurrant frá Higher Nature er líklegast öflugasta náttúrulega andoxunarefnið sem uppgötvað hefur verið. Þegar vísindamenn komust á snoðir um virkni þess áttuðu þeir sig á því að um einstakt efni var að ræða. Astaxanthin er það efni sem gefur laxi, rækjum og flamingóum þennan djúpa fallega bleika lit og laxi að auki stökkkraftinn. Rannsóknir á mönnum hafa sýnt að Astaxanthin skerpir sjónina, eykur frjósemi, eflir ónæmiskerfið og styrkir hjarta- og æðakerfið, eflir meltinguna, eykur vöðvaþol og dregur úr sýnilegri öldrun húðar. 

 - er ljúffengt, heilsueflandi, lífrænt, ofurfæðis súkkulaði.
Klára litla súkkulaðið er búið til úr sjaldgæfum eiturefnalausum Criollo baunum frá Perú, sætan kemur úr kókósblóma sem gerir súkkulaðið ljúffengara.

Mikið úrval er til af heilnæmum og ljúffengum matarolíum. En hvenær á að nota hvaða olíu? Hér eru nokkrar einfaldar upplýsingar sem geta komið að gagni.  

Leiðir þú hugann einhverntíman að því þegar þú sprautar salernishreinsi í skálina hjá þér hvar hann endar?

Ertu þú að nota réttu hreinlætisvörurnar?

HVERJU ER GOTT AÐ SKIPTA ÚT OG HVAÐ KEMUR ÞÁ Í STAÐINN?

Salcura Derma Spray er 100% náttúrulegt meðferðarúrræði.

Sítrus ilmkjarnaolíurnar koma öllum í gott skap. 

Sítrus ilmkjarnaolíur eru hreinasta dásemd – og sérstaklega á þessum árstíma þegar við erum farin að bíða dálítið eftir sumri og sól.

Margir kannast við að hafa fengið sér nokkra bjóra og vaknað með bullandi höfuðverk daginn eftir. Líklegast er að líðanin stafi af hefðbundnum, heldur óskemmtilegum timburmönnum, en það þarf þó ekki að vera. Oft er fólk hreinlega með óþol fyrir einhverjum innihaldsefnum í bjór, t.d. gerinu.

Haft hefur verið á orði að í upphafi lífsins sé okkur gefinn sparireikningur með birgðum ensíma. Ef engir vextir eru á reikningnum eða hlúð að honum að öðru leyti gengur hann á endanum til þurrðar. Eins og mataræði nútímamannsins er háttað klárast ensímin á sparireikningnum löngu áður en yfir lýkur. Það veit á ýmsa lífstílssjúkdóma. Margir eru á því að virkni ensíma á mannslíkamann verði eitthvert heitasta heilsufræðilega umræðuefni 21. aldarinnar.

Eucalyptus ilmkjarnaolía er ákaflega vinsæl enda til margra hluta nytsamleg. En nú í kvef- og flensutíð auk mengunaráhrifa frá eldgosinu er gott að hafa í huga að hún er sérstaklega góð fyrir öndunarfærin.

Episilk andlitslínan er þekkt fyrir að vera náttúruleg gæðavara og nú eru komnar tvær frábærar nýjar vörur í þessari skemmtilegu vörulínu.

Rauðrófur eru vinsælasta grænmetið í bænum vegna eiginleika sinna um þessar mundir. Þessar dökku rætur eru pakkaðar af ávinningi fyrir heilsuna og fegurðina svo að þau eiga fullan rétt á heitinu ofurfæða.  Rauðrófur hafa verið viðfangsefni margra rannsókna sem styðja við hversu góð áhrif þær hafa á heilsuna. Solaray er nú komið með malaðar rauðrófur í hylkjum. Það auðveldar okkur að koma þessari súperfæðu í líkamann. Eitt hylki  þrisvar á dag og líkaminn er í góðum málum!

Svarið býr í náttúrunni eru kjörorð okkar hjá Heilsuhúsinu og við efumst ekki um að í náttúrunni er að finna óþrjótandi uppsprettu sem getur verið okkur til heilsubótar og vellíðunnar ef rétt er með farið. Í gegnum tíðina höfum við mörg hver fjarlægst þau svör og þær lausnir sem búa í náttúrunni og í dag eru heilsubætandi jurtir, náttúrulyf og bætiefni mörgum framandi heimur.

Þess vegna langar okkur til þess að kynna agnarlítið brot af allri þeirri dásemd sem býr í náttúrunni og hvað þetta getur gert fyrir heilsu okkar og líðan. Við hvetjum þig líka til þess að kíkja til okkar í Heilsuhúsið, spyrja og spjalla um hvað náttúran hefur að færa þér, því við erum hér fyrir þig og þína heilsu.

Það er ýmislegt sem getur haft áhrif á kynhvötina, þessa frumhvöt mannskepnunnar. Streita og álag hins daglega lífs, ýmsir sjúkdómar og ójafnvægi eru allt áhrifavaldar sem geta haft neikvæð áhrif á kynhvötina hjá okkur. 

Þó er „náttúrulega“ ýmislegt hægt að prófa, meðal annars hin og þessi bætiefni og jurtir sem fást í Heilsuhúsinu og sem hafa gagnast mörgum í þessum tilgangi.