Fjallagrasa íslenskir brjóstdropar innihalda alkóhól og henta því ekki börnum.
Fjallagrasamixtúrnar eru góð vörn gegn hósta og hvers konar óþægindum í hálsi, því mixtúrurnar innihalda fjallagrös sem hafa mýkjandi áhrif á slímhúð í hálsi.
Fyrirtækið Íslensk fjallagrös hf. (Iceherbs) framleiðir heilsumixtúrur úr fjallagrösum og öðrum íslenskum náttúruvörum undir vörumerkinu Natura Islandica. Vörumerkið Natura Islandica vísar til þeirra verðmæta sem felast í hreinleika íslenskrar náttúru.
Fjölmargar rannsóknir virtra vísindamanna hafa sýnt að virku efnin í fjallagrösunum eru ónæmisörvandi og geta hindrað vöxt baktería og veira. Niðurstöðurnar styðja því vel við aldagamla trú manna á heilsugildi grasanna og að lækningamáttur þeirra eigi við rök að styðjast.
Ábyrgðaraðili: Náttúrusmiðjan ehf.
Hristist fyrir notkun. Notist 2-3 sinnum á dag. 1 matskeið fyrir fullorðna. Ekki ætlað börnum. 20-30 daga skammtur.
Vatn, maltitólsýróp, fjallagrasaþykkni, etanól, salmíak, lakkrískjarni og mentól.