Einfalt, hollt og girnilegt salat með sinneps-og hunangsdressingu.

Einfaldur, hollur, bragðgóður og frískandi drykkur!

Loksins er komin ostur sem er algerlega soja og mjólkurlaus og líka hrikalega góður á bragðið. Koko Dairy Free kom nýlega á markað og hefur farið fram úr öllum væntingum. Hægt er að nota rjómaostinn í mat, í rétti, á pizzuna eða bara hvað sem er. Cheddar ostinn er td. hægt að nota á brauð, í mat, í rétti ofl. Koko Dairy Free ostarnir eru lausir við aukaefni, s.s. bragð, litar-eða önnur aukaefni. Rjómaosturinn inniheldur 15% færri hitaeiningar en í hefðbundnum rjómaosti og Cheddar osturinn inniheldur 23% færri hitaeiningar en er í hefðbundnum Cheddar osti.

Denttabs tannkremstöflurnar eru góðar fyrir umhverfið þar sem þær innihalda ekkert vatn og þær skilja ekki eftir leyfar sem erfitt er að ná úr umbúðunum. Tannkremstúbur sem teljast kláraðar innihalda að meðaltali 11 grömm af afgöngum. Í Þýskalandi þýðir það t.d. að um 440 tonnum af tannkremi er hent á mánuði.

Tveir nýir vegan safar á Safabar Heilsuhússins; Græn próteinorka og Hnetudraumur. Safabar Heilsuhússins er staðsettur í Heilsuhúsinu Kringlunni. Kíktu við og bragðaðu á þessum spennandi nýjum söfum!

Girnilegar uppskriftir af Kollagen smoothie, Prótín pönnsum og Kollacino kaffidrykk sem innihalda allar bragðlausa Marine Collagen frá Wellness Lab.

 

Kakó hefur marga kosti og það hefur heitt súkkulaði líka! Þessi dásamlegi, kremaði heiti súkkulaðidrykkur á eftir að slá í gegn! Uppskrift fyrir tvo.

Hvort sem þú ert að skipuleggja kjötlausan mánudag, borðar ekki kjöt eða langar bara að prófa eitthvað nýtt verður þú að prófa þessa! Loksins brokkolí í aðalhlutverki en ekki bara á hliðarlínunni.

Túrmerik hefur fyrir löngu sannað sig sem mjög öflug lækningajurt. Túrmerik hefur verið notað í indverska matargerð í meira en 2500 ár og er til að mynda uppistaðan í karrýi. Það hefur einnig verið notað sem litarefni í Suðaustur Asíu í mörg hundruð ár og þá hefur jurtin að sjálfsögðu verið notuð sem lækningajurt í Asíu enn lengur.

Bláberjahafrar með engifer- og vanillu-kasjúkremi. Fyrir 1-2.

Súkkulaði og heslihnetur er blanda sem klikkar ekki. Hér höfum við próteinríkt súkkulaðistykki sem gefur bæði orku og fyllingu sem endist. Góð blanda af kolvetnum, fitu OG próteini sem sér til þess að blóðsykurinn helst í jafnvægi og þú sleppur við sykursjokkið. Þessi uppskrift gerir um 10 meðalstór stykki. Snilld að eiga í frystinum.

Við köllum Life-flo „virknilínuna“ því hún er full af virkum innihaldsefnum og hún virkar! Life-flo línan kemur upphaflega frá Kaliforníu og nú rúmum 20 árum síðar er hún ein sú stærsta á sínu sviði. 
Innihaldsefnin í Life-flo koma víða að; ilmkjarnaolíurnar eru gerðar úr jurtum frá öllum heimshornum og magnesíum flögurnar koma frá Nýja Sjálandi svo eitthvað sé nefnt. Life-flo línan er laus við paraben, gervi-, litar- og ilmefni og er aldrei prófuð á dýrum. Fyrirtækið var sannkallaður frumherji í hreinum húðvörum og hefur haldið sig við þau gildi alla tíð.

Þessar eru dásamlegar! Stökkar að utan, mjúkar að innan og stútfullar af orku og næringu. Það má leika sér með álegg en þær virka jafn vel sem morgunmatur, bröns og eftirréttur. Ef þú átt ekki vöfflujárn er vel hægt að steikja þær sem pönnukökur. Þetta er lítil uppskrift, eiginlega bara fyrir einn svo þú getur margfaldað hana með fjölda þeirra munna sem þú ætlar að fæða.

Nú er sá tími ársins sem uppskeran kemur í hús. Bláber, krækiber, rifsber og rabarbari eru allt fullkomin hráefni í sultugerðina. En þar þarf ekki að láta staðar numið því það er hægt að bæta við ávöxtum og berjum sem við fáum í verslunum. Í Heilsuhúsinu færðu lífrænt ræktaða ávexti sem er tilvalið að blanda út í hefðbundnu sultuna. Með því að eiga sparisultu getum við gert alla daga að sparidögum!

Rakel Garðarsdóttir er forsvarsmaður Vakandi, sem eru samtök sem vilja sporna gegn sóun matvæla. Heilsufréttir langaði að forvitnast um þetta þarfa málefni og náði tali af Rakel.

Það er eins og að borða eftirmat í morgunmat þegar þessi réttur er á boðstólnum. Sem er alltaf góð tilfinning! 

Nú er komið að því! Nú förum við út og hreyfum okkur. Og ef við komumst ekki út þá hreyfum við okkur heima. Mörg okkar eru þannig gerð að við ætlum að byrja á líkamsræktinni um næstu mánaðamót, næsta haust, eftir áramót eða bara á morgun. Nú leggjum við fögur fyrirheit að baki okkur og byrjum strax í dag!

Heilsubótarjurtin Andrographis hefur öldum sama verið notuð til lækninga víða í Asíu. Nú höfum við Íslendingar áttað okkur á eiginleikum hennar, hvernig hún getur styrkt ónæmiskerfið og hjálpað okkur í kuldanum í vetur.