Þessar makkarónur sem ekki þarf að baka bragðast dásamlega. Hægt er að geyma þær í ísskáp eða í frysti, það fer bara eftir því hve kaldar þú vilt hafa þær.
Þessi guðdómlega uppskrift kemur frá henni Önnu Guðnýju hjá Heilsa og Vellíðan. Konfekt sem er í senn fáránlega gott og nærandi! Við biðjum ekki um meira. Við mælum með að lesa alla uppskriftina áður en hafist er handa.
Beinaseyði er ein elsta heita máltíð mannsins. Þekkingin um þennan heilsudrykk hefur fylgt manninum í gegnum aldirnar og er löng hefð fyrir neyslu á beinaseyði víða um heim. Á síðustu árum hefur eftirspurn eftir hágæða beinaseyði aukist, sérstaklega á Vesturlöndum. Það er einkum heilnæmi beinaseyðisins sem gerir það eftirsóknarvert og hefur löngum verið talið að neysla á því sé styrkjandi fyrir húð, meltingu og liði.
Nú fást hinar frábæru vörur frá Madara í Heilsuhúsinu. Madara húðvörurnar eru einstakar í sinni röð því þær ná enn lengra en húðlögin. Þetta eru húðvörur sem hjálpa okkur ekki aðeins að líta betur út; þær láta okkur einnig líða vel.
Að plokka er tiltölulega nýtt fyrirbæri á landinu en í vor og seinni hluta vetrar hefur þessi iðja heldur betur vakið athygli. Fjölmargir hafa látið til sín taka við plokkið og fremstur á meðal jafningja er kannski Einar Bárðarson. Við fylgdumst með honum við plokkið og náðum að kasta fram nokkrum spurningum.