Þessi guðdómlega uppskrift kemur frá henni Önnu Guðnýju hjá Heilsa og Vellíðan. Konfekt sem er í senn fáránlega gott og nærandi! Við biðjum ekki um meira. Við mælum með að lesa alla uppskriftina áður en hafist er handa.
Að plokka er tiltölulega nýtt fyrirbæri á landinu en í vor og seinni hluta vetrar hefur þessi iðja heldur betur vakið athygli. Fjölmargir hafa látið til sín taka við plokkið og fremstur á meðal jafningja er kannski Einar Bárðarson. Við fylgdumst með honum við plokkið og náðum að kasta fram nokkrum spurningum.
