Fréttir

Sæl Inga.

Mér var ráðlagt að spyrja þig varðandi eldri konu sem fékk þvagfærasýkingu um daginn í fyrsta sinn.

Hún fékk sýklalyf sem heitir Selexid í 7 daga. það hefur slegið á einkennin en sýkingin er ekki alveg farin og þetta er síðasti dagurinn á lyfinu.

Nú er spurningin hvort eitthvað náttúrulegt sé til ráða. Hún er á blóðþrýstingslyfjum (Atenólól 25 mg. á dag) og spurningin er hvort henni sé óhætt að taka bætiefni sem innihalda trönuber.

Takk fyrir komandi svar... 

Sæl Inga

Það er þrennt sem ég er að velta fyrir mér með tilliti til inntöku bætiefna.

Hvenær best er að taka probiotics (meltingargerla-asídófílus)? Ég hef verið að taka með mat í hádeginu og/eða á kvöldin en hef breytt því og er að taka núna eftir sítrónuvatn á morgnana, á undan morgunmatnum. Er eitthvað betra en annað?

Hvaða fjölvítamíni þú mælir sérstaklega með?

Ég er með barn á brjósti og hætti nýverið á pregnacare og fór í Spektro ásamt D-vítamíni, B-vítamíni og Udo's oil. Tek einnig spirulina.

Eru t.d. Terranova og Higher Nature vörurnar betri en Solaray? Hvaða bætiefni fyrir hárið mælir þú með?

Með fyrirfram þökk, H

Inga Kristjánsdóttir næringarþerapisti skrifar

Nú er tilvalinn til þess að hreinsa aðeins. Gott þykir að taka smá hreinsun einu sinni til tvisvar sinnum á ári. 

Fjölmargar tegundir eru til að baunum og linsubaunum.  Gott er að vita hvernig á að meðhöndla baunirnar og sumar þarf að leggja í bleyti nokkrum klukkustundum áður en þær eru soðnar.  Í hvaða rétti getum við notað ýmsar tegundir bauna? Hér eru góðar upplýsingar um meðhöndlun bauna.  

Mikið úrval er til af heilnæmum og ljúffengum matarolíum. En hvenær á að nota hvaða olíu? Hér eru nokkrar einfaldar upplýsingar sem geta komið að gagni.  

HVERJU ER GOTT AÐ SKIPTA ÚT OG HVAÐ KEMUR ÞÁ Í STAÐINN?

Hæ hæ.

Þar sem ég er með óþol fyrir höfrum og hvítu hveiti þá var ég að spá hvað ég get notað í staðin fyrir hafra í graut og múslí. Ég hef prófað byggflögur frá móðir jörð og þær eru ágætar í grauta en mér finnst þær vera of litlar fyrir múslíið. Ég sé á síðunni að þið eruð með rúgflögur og speltflögur. Ég veit að ég má borða speltið en ég er að spá hvort rúgurinn sé ekki líka í lagi? Ég hef heyrt að hann sé jafnvel hollari en speltið.

Kv. J

Sæl.

Strákurinn minn er svo slæmur af barnaexemi sem virðist ekki ætla að vaxa af honum. Hann ber á sig rakakrem til að reyna að halda þessu niðri. Exemið hverfur á sumrin nema ekki s.l sumar. Hann hefur aldrei drukkið mjólk og hann tekur Ritalin. Hann verður mjög slæmur eftir sund. Er eitthvað sem þú getur ráðlagt mér? Mér datt í hug að hann vantaði kannski D vítamín en hann var reyndar að byrja að taka lýsi núna á ný byrjuðu ári.

Kv A

Ef þér er hætt við blöðrubólgum og sýkingum þá skaltu skoða þetta! Solaray hefur nefnilega hannað frábæra blöndu til að kljást við blöðrubólgu og þvagfærasýkingar.

AUKTU ÁRANGUR ÞINN í líkamsræktinni
– MEIRI ORKA, AUKIÐ ÚTHALD!

Terranova hefur hannað frábæra blöndu jurta sem auka orku, úthald og styrk og koma þér svo sannarlega upp úr sófanum. Blandan inniheldur frostþurrkaðan rauðrófusafa, sveppablöndu (Cordyseps- og Reishisveppi), hveitigras, engifer og cayenne pipar.

Hæ hæ.

Mig langar til að forvitnast aðeins. Þannig er mál með vexti að ég er með strákinn minn á brjósti, þó bara á kvöldin, en hann er orðinn 20 mánaða. Ég var að spá í hvort það sé óhætt fyrir mig að taka Green Coffeebean extract og Betulic töflurnar, eða jafnvel eitthvað annað sambærilegt?

Kv. S

Er eitthvað að hrjá þig?  Leitaðu ráða hjá Ingu Kristjánsdóttur næringarþerapista. 

Margir kannast við að hafa fengið sér nokkra bjóra og vaknað með bullandi höfuðverk daginn eftir. Líklegast er að líðanin stafi af hefðbundnum, heldur óskemmtilegum timburmönnum, en það þarf þó ekki að vera. Oft er fólk hreinlega með óþol fyrir einhverjum innihaldsefnum í bjór, t.d. gerinu.

Þeir sem hafa komist á bragðið með gott heilsukonfekt finnst það slá öllu öðru jólakonfekti við. Hér koma uppskriftir að tveimur afar góðum tegundum. Báðar eiga þær það sameiginlegt að innihalda Vivani gæðasúkkulaðið sem er bæði afar bragðgott, hollt og sérlega andoxunaríkt, lífrænar kakóbaunir sem Vivani er unnið úr, eru í hópi allra hollustu ávaxta jarðar. 

Sæl Inga.

Ég var að greinast með heldur hátt kólesterol. Er hægt að lækka það með breyttu mataræði?

Hvað er þá best að borða? Get ég fundið lista yfir það á netinu?

Ég er aðeins of þung en það stendur til bóta.

Kv. GJ

Sæl Inga.

Eru einhver bætiefni sem þú getur ráðlagt kvíða og stresspúka eins og mér. Þetta er svo sem ekki ný saga en nú eru einkennin svo mikil og mig langar að komast hjá því að taka kvíðastillandi lyf. Finnst alveg nóg að vera á þunglyndislyfjum.

Með fyrirfram þökk,

Frú X 

Sæl Inga.

Ég er með pínu meltingarvandamál, er reyndar með ger ofnæmi, þannig að ég reyni að forðast brauð og kex. Málið er það ég er og mér finnst ég alltaf þanin, eins og ég sé komin einhverja mánuði á leið. Ansi hvimleitt. Ég tek það fram ég er í kjörþyngd, en er á óreglulegu fæði þannig séð, tek reyndar töluvert af prótín dufti og stöngum og amino sýrum og vítamínum.

Með fyrirfram þökk og með óskir um einhverja lausn, eða bara einhverja punkta.

Kv MG.

Hrá Chia fræ eru uppspretta af lífsnauðsynlegum fitusýrum, trefjum, próteini, vítamíni og steinefnum. Þau eru hlutlaus á bragðið og þenjast út í vatni. Mest næringargildi ef látin liggja í bleyti áður en þeirra er neytt.