Við komu haustsins er mikilvægt að næra sig vel og passa að streita yfir verkefnum hversdagsins nái ekki tökum á okkur. Styrkja ónæmiskerfið með góðum bætiefnum og jurtum, borða hollan mat og hreyfa sig - en það er ýmislegt fleira sem hægt er að gera til að viðhalda góðri heilsu.
Það eru ótal leiðir til að setja saman spennandi þeyting. Í bókinni Allskonar þeytingar fyrir alla er að finna uppskriftir að um 60.000 þeytingum! Í bókinni er blaðsíðum er skipt í þrennt: grunn, vökva og ábæti, og þú raðar svo saman að eigin ósk.
Sæl Inga.
Mig þyrstir í að vita hvort þú átt ráð handa mér.
Þannig er að húðin mín er mjög þurr og ég er með mikinn þurrk í ring um augu og í hársverði.
Einnig er ég alltaf mjög slæm á báðum hælum en þó er sá hægri oft verri. Finnst stundum eins og líðan í kring um augu og í hárinu hafi með veðurfarið að gera og kuldinn hafi áhrif.
Kveðja SH
